07.03.2013 23:08

Freyr ST 11 - nú Kópanes RE 164

Hér er á ferðinni einn af þeim bátum sem Vélsmiðja Ol. Olsen í Njarðvík smíðuðu og voru þeir fyrstu með mjög beit stefni, en síðan var þeim breytt og er þessi einn af þeim fyrstu breyttu, en þeir voru smíðaðir úr stáli eftir teikningu Karls Olsen. Þessi bátur var afhentur í ágúst 1990 og undanfarnar mánuði hefur hann legið í Reykjavikurhöfn sem Kópanes RE 164 og samkvæmt vefsíðu Fiskistofu er hann sagðu í eigu Brims hf., en í útgerð Fiskaness hf.

Hér koma fimm myndir frá reynslusiglingu hans innan hafnar í Njarðvík í ágústmánuði 1990.

 


 


 


 


 


                  1985. Freyr ST 11, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, í ágúst 1990