04.03.2013 15:35

Rex gerður upp í sjálfboðavinnu

mbl.is:

Finnbogi Jónsson og Albert Kemp við Rex NS að verki loknu. stækkaFinnbogi Jónsson og Albert Kemp við Rex NS að verki loknu. mbl.is/Albert Kemp

Undangengin ár hafa Fáskrúðsfirðingar haft fyrir augunum bátinn Rex NS 3 í skrúðgarði bæjarins. Bátinn gaf Árni Jón Sigurðsson á Seyðisfirði eftir að hann var úreltur sem fiskibátur. Var Rex settur upp á 90 ára afmælisári Búðahrepps 1997.

Um nokkurt skeið hefur verið umræða um að viðhald bátsins væri ekki sem skyldi og var farið í viðræður við bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hvort ekki væri kominn tími til gera bragarbót á því máli.

Niðurstaðan varð sú að tveir eldriborgar buðust til að gera andlitslyftingu á bátnum í sjálfboðavinnu. Hefur sú vinna staðið frá áramótum. Auk þessara tveggja komu ýmsir fleiri að verkinu. Á þessum tveimur mánuðum hafa verið skráðar 306 klukkustundir við vinnu.