28.02.2013 22:21
Draugaskipið sokkið
ruv.is
![]() |
Draugaskipið © mynd af ruv.is |
Talið er að mannlaust skemmtiferðaskip, sem rekið hefur stjórnlaust um Norður-Atlantshaf að undanförnu, sé sokkið.
Verið var að draga skipið, sem heitir Lijubova Orlova, frá Nýfundnalandi til Dóminíska lýðveldisins á Karíbahafi þegar togvírarnir slitnuðu. Skipið sást úr gervihnetti fyrir fáeinum dögum á reki um 2400 kílómetra vestur af Írlandi. Í gær nam írska strandgæslan merki frá neyðarsendi sem aðeins kviknar á þegar hann lendir í sjó. Ástand skipsins var afar bágborið og krökkt var af rottum um borð. Um tíma var jafnvel talin hætta á að það ræki til Íslands.
Skrifað af Emil Páli

