26.02.2013 23:04
Jómfrúferð Magnúsar Ágústssonar ÞH 76 í dag
Þó skip þetta sé alls ekki nýtt, má segja að ferð þess í dag hafi verið jómfrúferðin. Því þetta var fyrsta siglingin með nýja nafninu sem er Magnús Ágústsson ÞH 76, í höfuðið á manni frá Raufarhöfn, en skipið er með heimahöfn á Raufarhöfn. Það voru þó óvæntar fréttir þegar ég sagði útgerðarmanni skipsins að hann væri að fá Magnúsarnafnið í annað sinn. Því er skipið sem er yngsta að svonefndum Bozinburgarbátum, kom fyrst hingað til land, hét það Magnús Ólafsson GK 494 og var frá Njarðvík, en þaðan fór skipið einmitt í dag sína fyrstu ferð undir nýja nafninu.
Að sögn útgerðarmanns skipsins verður það gert út á rækjuveiðar og mun sjóða rækjuna um borð.
Hér koma myndir sem ég tók af skipinu í Njarðvikurslipp i dag og þegar það renndi í sjó og svo er það sigldi út frá Njarðvíkur, að vísu ekki langt. Ferðin var til Keflavíkurhafnar og eru síðustu myndirnar í þessari syrpu einmitt er það kom þangað, en þar mun það verða fram á morgundaginn og taka veiðarfæri og sitthvað annað.

1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, tilbúinn til sjósetningar í dag

Hér er skipið í sleðanum á leið til sjávar


Skipið komið í sjó og hafnsögubáturinn Auðunn bíður þess að draga það, svo það fljóti og geti þar með siglt

Magnús Ágústsson ÞH 76, við slippbryggjuna í Njarðvík í dag

Séð frá öðru sjónarhorni

Skipið bakkar út úr Njarðvikurhöfn


Svo er að snúa við svo hægt sé að sigla út úr Njarðvikurhöfn

Siglt út úr Njarðvíkurhöfn

Hér nálgast skipið Keflavíkurhöfn




Skipið nálgast hafnargarðinn í Keflavík undir kvöld í kvöld

1039. Magnús Ágústsson ÞH 76, komið að bryggju í Keflavíkurhöfn, þar sem það verður fram á morgundaginn © myndir Emil Páll, 26. feb. 2013
