23.02.2013 07:03

Jón Kjartansson SU 111 - SULLI


                       385. Jón Kjartansson SU 111 © mynd af síðu Guðna Ölverssonar

Af Facebook-síðu Guðna Ölverssonar:

Þetta er hinn eini og sanni SULLI. Jón Kjartansson SU 111. Sá fyrsti sem bar þetta nafn og kom því á kortið svo það aldrei gleymist. Hann var smíðaður í Frederikshavn árið 1956, 64 tonn að stærð með Alpha 260 vél. Báturinn var 19,83 m. að lengd, 5,64 á breidd og 2.59 á dýpt. Hann kom heim á Eskifjörð á sólríkum degi þegar ég var í stuttbuxum og nýrri peysu sem ég man að mig klæjaði undan. Eftir smá byrjunarörðugleika fiskaði þessi bátur betur en allir aðrir á síldveiðunum undir stjórn kennarans úr Garðinum, annar frá vinstri í fremmri röð. Í mínum huga hefur enginn annar bátur rétt til að vera kallaður Sulli.