22.02.2013 07:04
Meira fyrir ufsa en þorsk
mbl.is:
Íslenskur saltfiskur er í miklum metum við Miðjarðarhafið, en verð á honum hefur samt lækkað. mbl.is/Ómar„Það er athyglisvert að á síðustu vikum hefur fengist hærra verð fyrir fryst ufsaflök en fyrir fryst þorskflök. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, spurður um verðþróun á fiskmörkuðum.
Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hann að verðlækkanir á þorski taki í, en ástandið sé þó ekki alslæmt. Þannig hafi verð á mjöli og lýsi hækkað í vetur og einnig á frystri loðnu og fleiri uppsjávartegundum. Karfi hafi haldið sínu sem og ufsinn.
„Mjög mikil þyngsli í sölu, miklar verðlækkanir og birgðasöfnun er framundan ef hún er ekki þegar byrjuð,“ er lýsing Skjaldar Pálmasonar, formanns Íslenskra saltfiskframleiðenda, á stöðunni hjá framleiðendum og á mörkuðum við Miðjarðarhafið.
