Hér kemur smá sýnishorn varðandi verkefni hjá Bláfelli á Ásbrú.


Hér sjáum við Sóma 697, eða jullur sem heppilegar eru til strandveiða og eru þeir nú að framleiða nokkra óselda báta, þ.e. á lager.

Hér eru þrír opnir bátar, sá lengst til vinstri er af gerðinni Víkingur og er búinn að vera íhlaupaverkefni í nokkur ár. Sá í miðið er af gerðinni Sómi 870 og fer til Grundarfjarðar, en þessi lengst til hægri er af gerðinni Sómi 795 og fer hann til Ólafsvíkur
 |
|
 |
|
Kominn er kraftur í fráganginn á þessum báti og stendur til að ljúka frágangi hans í næsta mánuði
 |
|
Gárungarnir segja að þessi sé á túnfiski, hann er jú uppi á túni, utan við hús Bláfells, en báturinn er í eigu fyrirtækisins og er enn ekkert ákveðið hvað gert verður við hann
 |
|
Niðri í Gróf er þessi bátur 6507. Valberg VE 5, sem á að koma í viðgerð og einhverjar endurbætur nú næstu daga
© myndir Emil Páll, 21. feb. 2013
Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er farið að styttast í afhendingu á Jóa á Nesi SH 159 og Fönix ST 5, en ég hef birt af þeim myndir og frásögn áður og bíð því þar til ákveðið er með framhaldið. Þá er bátur þarna sem verið er að setja niður vél í, en hann var að öðruleiti byggður annarsstaðar. Þá er verið að leggja endahnútinn á samning um smíði farþegabáts fyrir erlendan aðila, en nánar verður sagt frá því þegar það mál er komið í höfn.
|
|
|
|