22.02.2013 07:45
Æskan RE á leið til Sólplasts
Þessa mynd tók ég í gær af bátnum kominn á kerru í Grófinni í Keflavík, en næsta skefið var að flytja hann til Sólplasts í Sandgerði þar sem setja á í bátinn astik. Það er í dag talið vera eitt það nauðsynlegasta fyrir makrílveiðar sumarsins. Að auki verður báturinn trúlega merktur GK 506, en þá skráningu fékk hann síðasta haust þó hún hafi ekki verið sett á bátinn.
![]() |
1918. Æskan RE 222, sem verður GK 506, í Grófinni í Keflavík í gær, tilbúinn fyrir flutning til Sólplasts í Sandgerði © mynd Emil Páll, 21. feb. 2013 |
Skrifað af Emil Páli

