19.02.2013 08:02
Þýskir kafarar leita að flaki Goðafoss
mbl.is:
Kafararnir Thomas Becker og Andreas Peters, ásamt Óttari Sveinssyni (fyrir miðju). mbl.is/Martin StangeRannsóknarskip með sex kafara innanborðs og lítinn kafbát er væntanlegt frá Þýskalandi til Íslands í lok júní nk.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tilgangur ferðarinnar er að leita að flaki Goðafoss undan ströndum Garðskaga en talið er að á þeim slóðum hafi flutningaskipið sokkið í nóvember árið 1944, þegar það varð fyrir árás þýsks kafbáts í seinni heimsstyrjöldinni.
Leiðangrinum stýrir þýski kafarinn Andreas Peters, sem hefur mikla reynslu af því að leita og kafa eftir skipsflökum. Hann fékk áhuga á málinu eftir að hafa lesið bók Óttars Sveinssonar, Útkall – árás á Goðafoss, sem gefin var út í Þýskalandi í tengslum við bókasýninguna í Frankfurt árið 2011. Peters setti sig í samband við Óttar og hefur Íslandsferðin verið í undirbúningi í vetur.
Af Facebook:
Magnús Þorvaldsson Af öllum þjóðum þá ættu Þjóðverjar að lofa Goðafossi að liggja í friði þar sem hann er. Þeir geta sótt sér minjagripi innan sinnar landhelgismarka
