19.02.2013 11:00

Einn norskur með kar merkt íslensku skipi

Jón Páll Jakobsson, skipstjóri frá Bíldudal, er nú aftur farinn að róa á norskum báti, en eins og áður hefur komið fram tekur hann rækjuveríðina á Bíldudal, en rær að mestu annars frá Noregi og hér koma þrjár myndir frá honum


                              Höfnin í Reipa, í Noregi 17. febrúar 2013


             Þessi er greinilega búinn að læra eitthvað af íslendingum - karavæddur. Hefði nú kannski átt að kaupa minna kar heldur en 660 ltr kemst ekki niður lest nema stækka bátinn. En hvaðan skildi nú karið koma frá.?


               Jú frá Ísafirði merkt því mikla aflaskipi Guðbjörgu ÍS 46. Þannig má segja að karið muni sinn fífill fegri en svo má segja að eins manns dauði er annars manns brauð.
                     © myndir og texti  Jón Páll Jakobsson, 17. feb. 2013