18.02.2013 14:00
Röðull ÍS 115 með perustefni frá Sólplasti
Í morgun stóð til að sjósetja Röðul ÍS 115, sem upphaflega var framleiddur hjá Sólplasti, en var nú að koma frá stöðinni, þar sem sett hafði verið á hann perustefni. Ekkert varð þó úr sjósetningu í morgun af tæknilegum ástæðum, en sjósetningin var alfarið í höndum eiganda bátsins og stendur báturinn nú efst í brautinni, en vonandi verður hægt að sjósetja hann á morgun. Tók ég þessa myndasyrpu í morgun, í Sandgerði.

Lagt af stað með Röðul ÍS 115 frá höfuðstöðvum Sólplasts í Sandgerði

Hér er komið niður undir sjósetningabrautina og þarna má vel sjá hvernig perustefnið lítur út


Hafist er handa við að koma bátnum niður brautina


Ekkert varð þó úr sjósetningunni

Svona mun báturinn bíða til morguns, en reynt verður aftur © myndir Emil Páll, í morgun, 18. feb. 2013
