18.02.2013 00:00
Faxi með fyrstu loðnuna til Akraness og Víkingur strax á eftir
Faxi RE 9 kom sl. laugardag með fyrstu loðnuna á þessari vertíð til Akraness. Kom hann að bryggju um klukkan tíu um morgunin en áætlaður afli var 1500 tonn. Heimaskipið Víkingur AK-100 kom svo tveimur tímum seinna líka með fullfermi. Hér koma myndir sem birtust af þessu tilefni á Facebooksíðu Akraness.

220. Víkingur AK 100 nálgast Akraness með fullfermi

1742. Faxi RE 9, með fyrstu loðnuna til Akraness, þessa vertíð

220. Víkingur AK 100, kom tveimur tímum á eftir 1742. Faxa RE 9

220. Víkingur AK 100 og fyrir framan hann sést 1742. Faxi RE 9, á Akranesi

Heimaskipið, Víkingur AK 100

220. Víkingur AK 100 og 1742. Faxi RE 9, báðir með fullfermi í höfn á Akranesi © myndir af FB síðu Akraness, 16. feb. 2013
