17.02.2013 00:00
Litli Nebbi SU 29 skorinn í sundur fyrir lenginguna
Í lok vinnudags sl. föstudag þann 15. febrúar, var Litli Nebbi skorinn í sundur, fyrir lenginguna hjá Sólplasti í Sandgerði. Á myndunum er bilið að vísu aðeins 1.10 metrar en verður 1.50 metrar. Tók ég þessa syrpu þegar það gerðist, en þar sjást Kristján Nielsen hjá Sólplasti og Guðni Guðnason sem aðstoðaði hann við að skera bátinn, slípa og gera klárann fyrir lenginguna og þær breytingar sem ég hef áður sagt frá. Ástæðan fyrir því að hann var ekki settur í rétta stærð, var að þetta var gert fyrir ljósmyndarann, en hann verður settur í rétta lengd þegar hann verður settur inn í hús og verkið fer á fullt.
![]()

Kristján Nielsen, merkir fyrir því hvar báturinn verður skorinn í sundur

Kristján farinn að skera plastið í sundur

Kristján sker og Guðni Guðnason gerir sig klárann í að taka bátinn í tvennt

Hann er vígalegur hann Kristján þarna með grímuna

Hér er skurði lokið og búið að draga í sundur í 1.10 metra, af þeim 1.50 sem það á að vera




6560. Litli Nebbi SU 29, í tveimur hlutum utan við húsnæði Sólplasts í Sandgerði © myndir Emil Páll, 15. febr. 2013
