15.02.2013 00:00
Litli Nebbi SU 29 í Sandgerði
Þessi bátur kom með flutningabíl frá Djúpavogi til Sólplasts í Sandgerði nú í haust og voru þá uppi þau áform að hækka lunningar og setja á hann síðustokka. Fljótlega fór að koma áhugi eiganda að gera meira og nú er svo komið að búið er að saga báðar síðurnar úr bátnum því það á að breikka bátinn um 40 sentimetra og hafa síðurnar í beinni línu aftur, auk þess sem báturinn verður lengdur um einn og hálfan metra, auk nýrra lunninga. Sjáum við hér þegar búið var að skera gömlu síðurnar af bátnum og hvernig hann leit út eftir það.


6560. Litli Nebbi SU 29, í gærmorgun áður en hafist er handa að skera síðurnar af

Hér er verkið hafið

Hér dettur önnur síðan af bátnum
![]()


Svona leit þetta út þegar önnur síðan var alveg farinn af bátnum

Þá er hin síðan farin líka


Nú verður gaman að fylgjast með framvindu mála © myndir Emil Páll, við höfuðstöðvar Sólplasts í Sandgerði, 13. feb. 2013

Þessa mynd tók ég undir vinnulok í dag, er verið var að undirbúa bátunn undir næsta áfanga, en það er að taka hann i sundur fyrir lenginguna og síðan verður gaman að fylgjast með © mynd Emil Páll, 14. feb. 2013
