11.02.2013 22:13
Börkur stóri aflahæstur
ruv.is:

Birtingur í heimahöfn í Neskaupstað. Mynd:RÚV
Í gær, sunnudag, kom Birtingur NK til heimahafnar í Neskaupstað, sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nákvæmlega 40 ár eru síðan skipið kom fyrst þangað með afla að landi.
Á þeim tíma hefur skipið veitt næstum eina og hálfa milljón tonna sem gerir þetta flotvörpuskip Síldarvinnslunnar aflahæsta skip Íslandssögunnar. Að þessu sinni voru í lestunum 1.200 tonn af loðnu. Skipið hét lengst af Börkur og í matsalnum hittust skipstjórar á Berki stóra, eins og skipið var gjarnan kallað, og fögnuðu 40 ára afmælinu. Á sínum tíma var þetta stærsta loðnuskip landsins; það var lengt um 14 metra og er enn meðal 10 stærstu skipana.Skrifað af Emil Páli
