10.02.2013 14:00

Framleiddur í Hafnarfirði seldur á 2. ári til Færeyja og nú keyptur aftur hingað til lands

Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af þessu báti, í höfn á Djúpavogi, en þá vissi ég ekki að hér var á ferðinn ný innfluttur bátur frá Færeyjum, sem í raun var þó smíðaður í Hafnarfirði 1990. Nánar um að fyrir neðan myndina, sem ég endurbirti nú


                   7278. Viðarnes SU 16, ex færeyskur ex íslenskur, á Djúpavogi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 6. feb. 2013

Bátur þessi var smíðaður í Hafnarfirði árið 1990 og fékk þá nafnið Marvin og skömmu síðar fékk hann nafnið Röðull HF 222 og var síðan seldur til Færeyja og tekin af skrá hérlendis 24. sept. 1992. Keyptur aftur hingað til lands 2012.