10.02.2013 07:00
Bátar framleiddir úr röraplasti

7743. Gná bátur Bátasmiðjunar Rán á siglingu á Djúpavogshöfn, sunnudaginn 3. febrúar 2013 © mynd og texti: Sigurbrandur Jakobsson
Þess má geta að Bátasmiðjan Rán er nú búin að ganga frá samning um smíði á meternum styttri bát en Gná og er það fyrsti báturinn sem smiðjan selur en að auki eru hún með í smíðum 2 metrum lengri bát sem er óseldur. Eins hafa komið fleiri fyrirspurnir í 6 metra báta en Gná er 7 metra langur bátur. Bátarnir eru framleiddir úr röraplast sömu gerðar og notaðar eru í fiskeldiskvíar en Bátasmiðjan Rán sérhæfir sig í framleiðslu og viðhaldi þeirra og starfar mest við það í Noregi um þessar mundir
