06.02.2013 07:00

Hugrún ÍS 7 - einn þríbura

Þetta skip er eitt þriggja sem voru smíðuð í Svíþjóð um 1964 og voru eftir sömu teikningu og teljast því þríburar. Ekkert þessara skipa er ennþá til en þau voru:

185. Sigurpáll GK 375, sem endaði sem Valur GK 6 og stórskemmdist tvisvar í eldi, en var gerður upp í fyrra skipið, en ekki það síðara heldur dreginn út í pottinn, eftir að hafa legið um tíma við bryggju í Sandgerði.

242. Guðbjörg GK 220, endaði sem Geir Goði GK 220 og var seldur til Finnlands, þar sem hann sökk mjög fljótlega

247. Hugrún ÍS 7, síðar Stakkavík ÁR 107. Það var talið ónýtt 1990 og fór því í pottinn.


                  247. Hugrún ÍS 7 © mynd frá Sigurði Bergþórssyni, en ljósmyndari ókunnur