05.02.2013 06:13
Þegar kerfið fór í kerfi
Í framhaldi af umfjöllun um förgun á Svani KE 90 í Helguvík, er rétt að geta þess að þegar báturinn var kominn upp í fjöru lýstu ýmsir björgunaraðilar áhuga fyrir því að fá að æfa sig í bátnum áður en honum yrði endalega fargað. Þarna voru aðilar eins og slökkviliðið sem vildi æfa sig á kveika og slökkva í bátnum, þar sem fá slík tækifæri gefast, en það huggnaðist ekki viðkomandi yfirvöldum og töldu að um mengun væri að ræða og stóð í stappi í nokkurn tíma, sem endaði með því að nótt eina í skjóli dimmu var báturinn brotinn niður, en þá kom annað babb í bátinn. Því sá sem braut hann niður hafði ekki förgunarleyfi frá ráðuneytinu og fékk því ekki að ganga frá. Enduðu mál þó að mig minnir með því að einn þeirra fáu sem hafa förgunarleyfi á báta samþykkti að sá sem braut hann niður fengið í þeirra umboði að gagna frá. Þetta er ástæðan fyrir því að leyfar að bátnum voru í fjörunni í nokkra daga.

Svona var báturinn kjörið fyrir viðkomandi til æfinga, en það fengu þeir ekki

Vegna þvermóðsku yfirvalda fengum við að horfa upp á bátinn svona í nokkra daga © mynd Emil Páll
