04.02.2013 09:00

Karlsey og Surprise HF 8, rifin í Hafnarfirði

Á  vef Hafnarfjarðarhafnar birtist nýlega frétt um niðurrfi Karlseyjar og Surprise HF 8 og birt ég hér frásögn hafnarinnar og mynd þá sem fylgdi með.

Fura hf. undirbýr nú að rífa stálbátana Karlsey og Surprise í fyllingunni fyrir utan Suðurgarð.
Karlsey þjónaði Þörungavinnslunni á Reykhólum til margra ára með þangöflun, eða þangað til þangskipið Grettir leysti hana af hólmi á síðasta ári. Karlseyjan var smíðuð í Hollandi árið 1967 og því komin til ára sinna. Áður en Karlsey varð þangskip þjónaði hún sem flutningaskip, meðal annars við Noregsstrendur.
Surprise var smíðaður í Hollandi árið 1960. Surprise var alla tíð fiskibátur og var undir það síðasta gerður út til lúðuveiða frá Hafnarfirði. Eftir að lúðuveiðar voru bannaðar lagðist útgerð Surprise af.
Reiknað er með að ekki taki langan tíma að rífa skipin, enda klippur og annar búnaður Furu hf. afar öflugur til slíkra verkefna.


                 1400. Karlsey og 137. Surprise HF 8, komnir upp í fjöru fyrir utan Suðurgarð í Hafnarfirði © mynd og texti: Af vef Hafnarfjarðarhafnar