31.01.2013 00:00

Gróa KE 51 / Byr ÍS 77 / Faxavík GK 727/ Berghildur SK 137 og þorsk- og rækjulöndun og endalokin

 

Hér kemur minnsti báturinn sem smíðaður var eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, en tala báta sem smíðaðir voru eftir teikningu hans voru öðru hvoru megin við hundraðið.

Fyrir neðan söguna birtast syrpur er sýna þorsklöndun og rækjulöndun úr bátum ásamt endalokum hans


                   1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll


                              1564. Gróa KE 51 © mynd úr Ægir


                               1564. Byr ÍS 77 © mynd Snorrason

                   1564. Faxavík GK 727
© mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen


     Þorgrímur Hermannsson við hliðina á 1564. Berghildi SK 137 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen



Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. í Keflavík 1980. Rak upp á Hofsósi 1. feb. 1991. Talinn óviðgerðarhæfur 24. júni 1991.

Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og er hann minnsti dekkbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu Egils. Hann átti þó eitt systurskip.

Kjölur bátsins var lagður 1970, þá var hann í smíðum fyrir Hjalta Hjaltason, Ísafirði, en hann hætti við 1971 og þá stöðvaðist smíði bátsins. Í mars 1976 hófst hún á ný, en þá var skráður eigandi Óskar Jónsson, Keflavík, en hann hætti einnig við og eftir það var smíði bátsins íhlaupavinna, þar til síðasta árið. Hljóp báturinn af stokkum 6. ágúst 1980 og var afhentur í lok þess mánaðar.

Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.

Rækjulöndun

Þessi myndasyrpa er frá löndun á rækju fyrir nokkrum áratugun á Hofsósi og báturinn hét þarna Faxavík GK 727, en varð síðan Berghildur SK 137. Myndirnar eru úr safni Þorgríms Ómars Tavsen








      Já góður rækjuafli þarna hjá þeim á 1564. Faxavík GK 727, á Hofsósi 1988 eða 1989 
© myndir úr safni Þorgríms Ómars Tavsen


 

Þorsklöndun


                   1564. Faxavík GK 727


       1564. Faxavík GK 727, með mikinn fisk á dekki


                        Góður rækjuafli á 1564.


     Þorgrímur Hermannsson við hliðina á 1564. Berghildi SK 137
                © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

Endalok þess fallega báts Berghildar SK 137

Meðan þessi bátur var til hélt ég alltaf mjög upp á hann og þótti með fallegustu bátum landsins. Sjálfsagt var það m.a. vegna þess að hann var smíðaður nánast á túninu fyrir framan heimili mitt og var lengi í smíðum. Báturinn sem fyrst hét Gróa KE 51 var fallegur eikarbátur sem oftast fékk að halda fernisseraða litnum og var síðasti báturinn sem Dráttarbraut Keflavíkur smíðaði og eins og hinir var hann eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Sögu bátsins sagði ég hér fyrir ofan, en hann bar nöfnin, Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.
Endalok bátsins urðu þau að hann rak upp á Hofsósi 3. febrúar 1991 og var síðan dæmdur óviðgerðarhæfur 24. júní það ár.
Myndasería sú sem hér fylgir var tekin þegar hann var settur á bíl sem átti að flytja hann til Akureyrar til viðgerðar. Ekkert varð þó úr þeim flutningi, því sökum hæðar, þurfti að fjarlægja möstrin, stýrishúsið o.fl., þannig að hann var fluttur með strandferðaskipi frá Hofsósi til Akureyrar, en það var svona rétt áður en strandflutningar með skipum voru lagðir af. Eftir að báturinn kom til Akureyrar, kom hinsvegar í ljós að skemmdirnar voru það miklar og kostnaðarsamar að það þótti ekki svara kostnaði að gera við hann og því var vélin, stýrishúsið, öll tæki o.fl. seld úr bátnum, en hann sjálfur settur að lokum á brennu.

Síðasti eigandi bátsins, Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar myndir og hef ég fengið þær til birtingar hjá honum.














                   1564. Berghildur SK 137, árið 1991
               © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen