30.01.2013 18:12

Brimrún seld til Grundarfjarðar

Var að frétta að búið væri að selja og afhenda farþegabátinn Brimrúnu, sem gerð var út frá Stykkishólmi, til Grundarfjarðar, þar sem báturinn verður gerður út sem farþegabátur, m.a. í hvalaskoðunarferðir.


                      2738. Brimrún, í Stykkishólmi © mynd Heiða Lára 6. nóv. 2010


                     2738. Brimrún, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 27. nóv. 2011

Eins og fram kemur fyrir ofan myndirnar er sennilega búið að selja bátinn til Grundarfjarðar, þar sem hann verður m.a. gerður út til hvalaskoðunar

Af Facebook:

Heiða Lára Guðm Samkvæmt viðtali við Gísla hótelstjóra Framnes, þá er ætlunin að gera bátin út frá Ólafsvík, Sæferðir og Hótel Framnes ætla í framhaldinu í samstarf og verður hægt að kaupa ferðir í hvalaskoðun hjá Gísla í gegnum Sæferðir og öfugt. Verður því hægt að fara í Eyjasiglingar, styttri siglingar á Grundarfirði með sjóstöng, og svo hvalaskoðun frá Ólafsvík. Skessuhorn 23.01.13.