30.01.2013 21:00
Eini plastbáturinn sem smíðaður hefur verið í Njarðvíkurslipp - Guðmundur BA 78
Þó margir bátar hafi verið smíðaðir í Njarðvík í gegn um árin, plastbátar, trébátar og stálskip, hafa þeir í Njarðvíkurslipp aðeins smíðað einn plastbát, að vísu minnir mig að það hafi ekki verið Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem smíðaði þennan bát, heldur starfsmenn sem gerðu þetta sem íhlaupavinnu og fengu aðstöðu í slippnum til verksins. Bátur þessi var tilbúinn 1984 og fór fyrst til Reykjavíkur, síðan til Suðureyrar og þar á eftir til Bíldudals en lauk síðan ævi sinni á Akranesi, en það var stutt ævi, því hann sökk í Faxaflóa 19. ágúst 1988 og sem betur fer varð mannbjörg.

1673. Guðmundur BA 78, í Akraneshöfn © mynd Emil Páll
Saga bátsins er sögð fyrir ofan myndina, en nöfnin sem hann bar voru: Breiður RE 31, Guðmundur BA 78 og Villi AK 112
