29.01.2013 14:23
Frá Faxamönnum
Góðan og blessaðan daginn lesendur góðir. Helstu fréttir af Faxanum eru þær að hann kom til Vopnafjarðar á tíunda tímanum á laugardagskvöldinu í leiðindarveðri og eftir tvær tilraunir við innsiglinguna hafðist að koma fleyinu að bryggju. Skipið var bundið kyrfilega enda lognið mikið að flýta sér á Vopna þessa daganna. Það var svo á áttundatímanum á sunnudagsmorgninum að Faxinn var færður undir í löndun eftir að löndun upp úr Ingunni AK-150 lauk. Lundey NS-14 kom í land um nóttina með slatta eftir bræla var komin á loðnumiðunum. Faxamenn kíktu svo á seinnihluta þorrablótsins sem haldin var í félagsheimilinu Miklagarði en blótið þótti hafa heppnast óvenju vel þetta árið.
Kv.Faxagengið.
![]() |
|||||||||||||
|
Það vöru fengnir tveir stórir bílkranar frá ÞS verktökum Egilsstöðum til að lyfta nótaniðurleggjaranum en til stóð að skipta um legu og snúningskransinn á nótaleggjaranum samhliða því að landað yrði upp úr skipinu en sökum mikilar hreifingar við löndunarbryggjuna var skipið fært að Ásgarðinum og verkið klárað þar.
|







