29.01.2013 14:23

Frá Faxamönnum

Góðan og blessaðan daginn lesendur góðir. Helstu fréttir af Faxanum eru þær að hann kom til Vopnafjarðar á tíunda tímanum á laugardagskvöldinu í leiðindarveðri og eftir tvær tilraunir við innsiglinguna hafðist að koma fleyinu að bryggju. Skipið var bundið kyrfilega enda lognið mikið að flýta sér á Vopna þessa daganna. Það var svo á áttundatímanum á sunnudagsmorgninum að Faxinn var færður undir í löndun eftir að löndun upp úr Ingunni AK-150 lauk. Lundey NS-14 kom í land um nóttina með slatta eftir bræla var komin á loðnumiðunum. Faxamenn kíktu svo á seinnihluta þorrablótsins sem haldin var í félagsheimilinu Miklagarði en blótið þótti hafa heppnast óvenju vel þetta árið.

Kv.Faxagengið.

Það vöru fengnir tveir stórir bílkranar frá ÞS verktökum Egilsstöðum til að lyfta nótaniðurleggjaranum en til stóð að skipta um legu og snúningskransinn á nótaleggjaranum samhliða því að landað yrði upp úr skipinu en sökum mikilar hreifingar við löndunarbryggjuna var skipið fært að Ásgarðinum og verkið klárað þar.

Þarna eru jaxlarnir frá Bílum og vélum ásamt vélstjórunum og kranagenginu að

spá í spilin varðandi áframhaldið á vinnunni en ákveðið var að færa skipið

að Ásgarðinum og klára verkið þar.

Þarna er búið að hengja stroffurnar í nótaleggjarann og verið að brenna síðustu

boltana.

Nótaleggjarinn laus.

 

Kranabíll frá Steiney sá svo um að hífa kransinn við.