29.01.2013 00:00

Gullberg VE 292 / Ágúst GK 95

Hér er á ferðinni bátur sem var breytt í línuskip fyrir nokkrum árum og var þá talinn lengsti línubátur landsins


                       1401. Gullberg VE 292 © mynd Jón Páll, 1997


                                  1401. Gullberg VE 292 © mynd Álasund


                                    1401. Gullberg VE 292 © mynd Guðni Ölversson


    1401. Ágúst GK 95 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2007


   1401. Ágúst GK 95 © mynd af heimasíðu Þorbjörns hf


                        1401. Ágúst GK 9, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                   1401. Ágúst GK 95, á leið út úr Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 9. apríl 2012


                 1401. Ágúst GK 95, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 1. sept. 2012


Smíðanúmer 616 hjá Batservice Verft A/S, Mandal, Noregi 1976. Lengdur 1995. Yfirbyggður 1976, Breytt í línuskip með möguleikum til netaveiða í skipasmíðastöðinni Nordship, Gdynia, Póllandi frá des. 2002 til feb. 2003. Þá orðinn lengsta línuskip flotans og kom til heimahafnar, aðfaranótt mánudagsins 17. febrúar. Hönnun breytinganna í línuskip var í höndum Skipa- og vélatækni í Keflavik.

Lagt í Njarðvikurhöfn á haustdögum 2000. Þann 12. september 2001 var skipið slegið Sparisjóðnum í Keflavík á nauðungaruppborði. Sparisjóðurinn dró sig nokkrum dögum síðar frá boðinu og eignaðist þá handhafi 1. veðréttar, Íslandsbanki skipið. Fært úr Njarðvík til Reykjavíkur 21. mars 2002 og lá þar fram í september 2002.

Gullberg VE 292, Gullfaxi VE 192, Gullfaxi KE 292 og núverandi nafn: Ágúst GK 95