25.01.2013 06:35
Einar Örn sækir nýjan til Kína
Einar Örn Einarsson: Hér bíður hann blessaður BOURBON RAINBOW eftir að við komum til hans og sækjum hann. Brottför með Icelandair núna á eftir kl 0800 og svo er það kvöld og næturflug með SAS airbus hlunknum A340-300 til Shanghai og svo er það einhverra klukkustunda ferðalag í bifreið til Ningbo á hótel. Skipið er nú við skipasmíðastöðina í Zenhjang en verður afhent eftir að við höfum farið yfir allt saman og samþykkt eftir prufusigling-u/ar. Skipið verður afhent formlega í annari höfn hvar BON tekur það yfir. Þá verður öllum varahlutum, kosti og rekstrarvörum djöflað á dekkið og við sleppum landfestum með það sama. Það er víst Kínverski stællinn á þessu. Það verður gaman að fá slíka reynslu í sarpinn og ekki oft á ferlinum sem menn taka á móti glænýju skipi úr kassanum. Skilst að áhafnarskipti hjá okkur verði svo 13. mars takk fyrir :) Svona er að vera sjómaður í dag :)
![]() |
| Bourbon Rainbow, sem Einar Örn Einarsson, er að sækja nýjan til Kína © mynd MarineTraffic, Evangelos Nomikos |

