25.01.2013 20:34

Eldey verður Fróði ÞH

Eins og sagt var frá hér á síðunni fyrir skemmstu hefur Eldey BA 96 verið seld til Kópaskers og hér birti ég frásögn fréttaritsins um Kópasker um bátakaupin, frá 19. jan. sl.

Garðar Birgisson og Friðný Sigurðardóttir á Kópaskeri hafa keypt Eldey BA frá Brjánslæk.

Þau gerðu út Fróða ÞH og höfðu skipti á honum og Eldey.  Eldey er Cleopatra 31L og mun fá

nafnið Fróði á næstuni.

Báturinn var fluttur með bíl til Húsavíkur en var síðan siglt til Kópaskers. Þau Garðar og Friðný

ætla á netaveiðar til að byrja með og síðan á grásleppuna með vorinu.

fleiri myndir hér