25.01.2013 00:00
Árni Geir / Þorsteinn Gíslason / Arnar í Hákoti / Jökull

288. Árni Geir KE 31 © mynd Snorri Snorrason

288. Árni Geir KE 31, í Keflavíkurhöfn © mynd Valur Guðmundsson, 1963

288. Árni Geir KE 31, líkan eftir Grím Karlsson, í Duushúsum, Keflavík © mynd Emil Páll, 12. okt. 2010
Gísli Halldórsson, skipstjóri og útgerðarmaður, 288. Þorsteins Gíslasonar KE 31, í brúarglugganum © mynd Skiphóll 2010

288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

288. Þorsteinn Gíslason GK 2 © mynd Emil Páll

288. Arnar í Hákoti SH 37, í höfn á Grundarfirði © mynd Emil Páll í ágúst 2009
288. Jökull SK 16, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 17. maí 2011
288. Jökull SK 16, í Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 4. júní 2011
Smíðaður hjá Avera-Werft við Lubeck, Niendorf, Þýskalandi 1959, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hljóp af stokkum 17. desember 1959, en kom þó ekki í fyrsta sinn til Keflavíkur fyrr en í desember 1960. Báturinn hét eftir gömlum þekktum sjósóknara í Keflavík.
Upphaflega átti báturinn að heita Guðbjörg ÍS 14 og eigandi Hrönn hf. Ísafirði. En vegna einhverja vandræða við fjármögnun hjá Hrönn hf. fékk Guðfinnur sf. þennan bát og þeir á Ísafirði bát þann sem smíðaður var sem bátur Guðfinns.
Nöfn: Árni Geir KE 31, Þorsteinn Gíslason KE 31, Þorsteinn Gíslason GK 2, Arnar í Hákoti SK 37 og núverandi nafn er: Jökull SK 16.
Af Facebook:
Guðni Ölversson Þetta voru gullfallegir bátar. Mér finnst þeir hafa eyðlagt útlitið á Þorsteini Gísla með þessari yfirbyggingu. Hreinasta hörmung. Þessir bátar voru mældir 74 tonn. Þ.e. allir nema Jón Guðmundsson KE sem var eitthvað aðeins styttri.
Skrifað af Emil Páli
