24.01.2013 08:40

Myndir frá Þerney þegar brotsjórinn kom inn




            Í fyrrinótt þegar hlerarnir komu upp kom brotsjór yfir skipið að aftan og sleit annan hleran aftan úr með miklum látum og varð tjón á spilbúnaði svo við þurfum að sækja þjónustu til Reykjavíkur, sem betur fer sluppu strákarnir á hleranum og þá spyr enginn um járnaruslið það verður bara lagað © Skjáskot Emil Páll, af myndbandinu sem sýnir þegar brotsjórinn lenti á skipinu 23. jan. 2013


               Siggi mættur til að hífa vírastýrið sem tjónaðist í land og fara með það í Héðinn til viðgerðar © mynd frá Þerney í morgun 24. jan. 2013