23.01.2013 23:10

Hlerinn af og brotsjórinn æddi inn

mbl.is:

Þerney RE á sjó. stækkaÞerney RE á sjó.

Á Facebook síðu frystitogarans Þerneyjar RE má sjá myndband af brotsjó koma inn í skipið með viðeigandi hamagangi eftir að annar hlerinn kom aftan úr skipinu „með miklum látum,“ segir stöðuuppfærslu. 

Á myndbandinu má sjá hvernig sjórinn gengur yfir áhafnarmeðlimi sem eiga fótum sínum fjör að launa undan vatnselgnum sem æðir inn í skipið skömmu eftir að hlerinn hefur gefið sig. „Sem betur fer sluppu strákarnir á hleranum og þá spyr enginn um járnaruslið það verður bara lagað,“ segir í stöðuuppfærslu á á Facebooksíðu skipsins.

Brotsjórinn skemmdi jafnframt vírastýri og í dag var farið til Reykjavíkur með skipið til lagfæringar. Fram kemur að tíminn í landi verði nýttur til að landa afurðum og fylla á eldsneytisbirgðirnar. Vonir standi til þess að lagfæring verði fljótleg.