22.01.2013 23:50
Hrefnur eltu síld inn í höfnina
mbl.is:
Tugir bílar voru við Grindavíkurhöfn nú undir kvöld. Ríflega 100 manns fylgdust með hrefnunum éta síld. Haraldur Hjálmarsson.„Í höfninni voru í það minnsta tvær hrefnur. Þær voru þarna að elta síld sem hefur verið þar í allan dag,“ segir Haraldur Hjálmarsson sjómaður í Grindavík eftir að tvær hrefnur lögðu leið sína í Grindavíkurhöfn nú undir kvöld til að gæða sér á síld.
Að sögn Haraldar komu ríflega 100 manns til að fylgjast með sjónarspilinu, en nokkur buslugangur myndaðist í sjónum þegar hvalirnir nærðu sig.
„Í morgun var súla að éta síldina og það er líf í höfninni,“ segir Haraldur. Hann man ekki til þess að áður hafi sést til hvala í höfninni. „Verandi sjómaður þá hefur maður oft séð hvali en Það var svolítið sérstakt að sjá þetta í höfninni,“ segir Haraldur.
