22.01.2013 23:50

Hrefnur eltu síld inn í höfnina

mbl.is:

Tugir bílar voru við Grindavíkurhöfn nú undir kvöld. Ríflega 100 manns fylgdust með hrefnunum éta ... stækkaTugir bílar voru við Grindavíkurhöfn nú undir kvöld. Ríflega 100 manns fylgdust með hrefnunum éta síld. Haraldur Hjálmarsson.

„Í höfninni voru í það minnsta tvær hrefnur. Þær voru þarna að elta síld sem hefur verið þar í allan dag,“ segir Haraldur Hjálmarsson sjómaður í Grindavík eftir að tvær hrefnur lögðu leið sína í Grindavíkurhöfn nú undir kvöld til að gæða sér á síld.

Að sögn Haraldar komu ríflega 100 manns til að fylgjast með sjónarspilinu, en nokkur buslugangur myndaðist í sjónum þegar hvalirnir nærðu sig.

„Í morgun var súla að éta síldina og það er líf í höfninni,“ segir Haraldur. Hann man ekki til þess að áður hafi sést til hvala í höfninni.  „Verandi sjómaður þá hefur maður oft séð hvali en Það var svolítið sérstakt að sjá þetta í höfninni,“ segir Haraldur.