22.01.2013 23:00
Sveinbjörn Sveinsson aðstoðar Faxa RE
Hér kemur myndasyrpa er björgunarbáturinn Sveinbjörn Sveinsson aðstoðaði Faxa RE 9, að bryggju á Vopnafirði fyrir helgi, en bilun varð á Faxa úti á miðunum og honum því siglt í land, en það mun hafa verið tengi á milli gírs og rafals gaf sig og var skipið komið í land á fimmtudag og þó að senda ætti varahluti strax frá Noregi, var það fyrst í gær sem varahlutir voru væntanlegir til Vopnafjarðar.







2679. Sveinbjörn Sveinsson, aðstoðar 1742, Faxa RE 9, að bryggju á Vopnafirði, eftir að bilun kom upp í Faxa © myndir Faxagengið, faxire9.123.is 17. jan. 2013
Skrifað af Emil Páli
