21.01.2013 20:05

Mjóafjörður - leiðrétting

Í gær er ég birti frásagnir af bátunum Anný og Guðrúnu SU frá Mjóafirði, féll niður formálinn og því birti ég hann nú og endurbirti myndirnar svo færslan sé í réttu samhengi.

Bjarni Guðmundsson: Yfir sumartímann tvö síðastliðin sumur voru ekki ferðir í Mjóafjörð með bát á meðan fært var landleiðina. Síðastliðið haust byrjaði svo Anný SU með áætlanasiglingar í Mjóafjörð, en Anný er búin að vera með áætlanasiglingu í Mjóafjörð frá því báturinn var keyptur austur. Á undan Annýju var trébátur í ferðum á milli sem hét 487. Guðrún SU. Þessar ferðir eru búnar að vera á hendi sömu fjölskyldu í fjölda mörg ár, að undanskyldu Skrúðsævintýrinu sem stóð að ég held í 3 ár ef ég man rétt. Guðrún er guli báturinn á myndinni


                                            1499. Anný SU 71, í höfn í Neskaupstað


                                            487. Guðrún SU 94 ( guli báturinn )
                                         © myndir og texti. Bjarni Guðmundsson