18.01.2013 19:45

Sjaldséð heimsókn Guðmundar í Nesi

bb.is

 

 

Hafsteinn undirbýr sig fyrir köfunina.
Hafsteinn undirbýr sig fyrir köfunina.

 

 

 

Einn af stærstu togurum landsins, frystitogarinn Guðmundur í Nesi ER-13 lagði að bryggju á Ísafirði í gærkvöldi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem þetta stóra skip leggst við bryggju á Ísafirði, en ástæða heimsóknarinnar var drauganet sem hafði fest sig í skrúfu skipsins. Drauganet eru hvimleið vandamál fyrir togara, en þau eru net sem skip eða bátar hafa misst í sjóinn og geta þau flækst fyrir öðrum skipum. Hafsteinn Ingólfsson kafari á Ísafirði bjargaði málunum fyrir Guðmund í Nesi, og losaði netið úr skrúfunni.

"Eitt blað skrúfunnar var alveg klætt netinu, en ég var snöggur að losa þetta," segir Hafsteinn. Ljósmyndari Bæjarins besta var á ferð í höfninni og tók þessar myndir af sjaldséðri heimsókn Guðmundar í Nesi til Ísafjarðar.

gudmundur@bb.is