18.01.2013 19:25

Togarar notaðir sem varaafl?

Páll Pálsson, togari HG, við höfn á Ísafirði.
Páll Pálsson, togari HG, við höfn á Ísafirði.

bb.is | 18.01.2013 | 16:18

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að skipa starfshóp sem leggja á fram tillögur um hvernig nota megi skipaflota bæjarins í rafmagnsleysi. Miklir möguleikar til raforkuframleiðslu eru fyrir hendi í skipaflota bæjarins, og þá orku er hægt að nota þegar raforkulínur og varaflastöðvar bregðast í óveðri eins og því sem gekk yfir landið um áramótin.

Tillaga þessa efnis barst frá Kristjáni Andra Guðjónssyni bæjarfulltrúa Í-listans, en í máli hans kom fram að á sama tíma og óveðrið geisaði hafi togarafloti Ísfirðinga verið í höfn. Þar um borð eru stórar og öflugar ljósavélar, sem hefðu auðveldlega getað nýst sem varaafl fyrir Ísafjarðarbæ.

Vænta má að í hópnum verði fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Orkubúi Vestfjarða og Landsneti.