17.01.2013 17:48
Þór sigldi með flugvél til Akureyrar
Vefur landhelgisgæslunnar 15. jan. s.l.
Þriðjudagur 15. janúar 2012
Varðskipið Þór kom til hafnar á Akureyri í morgun í fyrsta og væntanlega síðasta sinn sem flugvélarmóðurskip því á efra dekki skipsins var staðsett flugvél sem síðan var ekið á flugsafnið á Akureyri. Kristján Árnason, fyrrv. flugstjóri og verkfræðingur hannaði og smíðaði flugvélina sem ber einkennisstafina TF JFP. Vinna hans við flugvélina hófst í kringum 1980 og stóð yfir um 20 ár. Á tímabilinu náði flugvélin að vísu aldrei flugi en hönnun hennar þykir byltingarkennd en hún byggðist m.a. á að mótor hennar var inni í vélinni. Er TF JFP nú komin á flugsafnið á Akureyri þar sem almenningi gefst tækifæri á að skoða þessa óvenjulegu hönnun.

Varðskipið Þór er nú komin í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri en ábyrgð framleiðenda vélbúnaðar Þórs var framlengd eftir að galli kom í ljós skömmu eftir að skipið kom til landsins í október 2011. Sú ábyrgð rennur út í lok febrúar og er það að frumkvæði Landhelgisgæslunnar sem úttekt verður gerð á skrokk skipsins, skrúfum, vélum og öðrum búnaði.


Varðskipið, Týr og Þór ásamt sjómælingaskipinu Baldri fremst á myndinni skömmu fyrir brottför. Mynd GSV




Mynd GSV

Myndir Sævar Magnússon og Guðmundur St. Valdimarsson

