15.01.2013 23:01
Borgar sig ekki að kaupa ýsukvóta
visir:is
Leiguverð á ýsukvóta er komið upp í 315 krónur kílóið, sem er lang hæsta leiguverð á nokkurri fisktegund til þessa og langt yfir því sem fæst fyrir ýsuna á fiskmarkaði.
Þannig var kílóið af ýsu selt á 244 krónur á mörkuðum í gær, eða á 70 krónum lægra verði en greitt er í leigu fyrir kílóið. Þetta skýrir með óyggjandi hætti þann mikla vanda sem margar útgerðir eru komnar í, vegna skorts á ýsukvóta, en óvenju mikið veiðist af ýsu, þegar útgerðir eru að reyna að veiða þorskkvóta sína. Stjórnvöld hafa ekki ljáð máls á að auka ýsukvótann. Styðjast þau við mat Hafrannsóknastofnunar á ýsustofninum undanfarin ár, en sjómenn hafa reyndar ýmsar efasemdir um aðferðafræði stofnunarinnar við það mat.
Sáralítið farmboð er líka á leigukvóta og stefnir nú í að einhverjar útgerðir verði að hætta þorskveiðum vegna þessa, þegar frekar líður á fiskveiðiárið. Til samanburðar er leiguverð á þorski nú 178 krónur, eða hátt í 140 krónum lægra en ýsuverðið.
Af Facebook:
-
Ólafur Þór Zoega Nú þá verður bara að gera eins og hefur verið gert í gegnum árin,landa framhjá eða henda í sjóinn, það vita allir nema Fiskistofa !
