15.01.2013 16:00

Visundur RE 280 og stóra Senever-smyglið

Í Vísi 18. sept. 1968 birtist þessi mynd og ef menn vilja sjá textann með henni má vel lesa hann, en undir myndinni segi ég mína útgáfu af myndaefninu.


                                       © mynd úr Vísi, 18. sept. 1968

               Flak þetta var af Vísundi RE 280, sem upphaflega var smíðað í Danmörku 1875 og hét fyrst hérlendis Siglunes SI 15 (árið 1923) Síðar hét það Njörður EA 767, en 1958 var það selt til Reykjavíkur þar sem það fékk nafnið Vísundur RE 280 og talið ónýtt og tekið af skrá 1963. Flakinu var þó ekki fargað með öðrum hætti en þeim að því var rennt á land inn við Elliðavog, eða í fjöruna milli Klepppsspítala og Bátanausts.
Síðar komst það í fréttir er menn tóku 923. Ásmund GK 30 á leigu og sigldu honum til Belgíu þar sem þeir fylltu bátinn af Seniver og fluttu hingað til lands. Ekki komst þó strax upp um smyglið, en þegar það gerðist hófst leit af smyglinu sem ekki var í bátnum, en hann lá þá í Hafnarfirði. Eftir nokkra leit fannst þorri smyglsins í þessu flaki af Vísundi inn við sund.
Það er hinsvegar af Ásmundi GK 30 að segja að hann er ennþá til í útgerð, vísu búið að breyta honum nokkuð og í dag er hann á rækjuveiðum út af Norðurlandi sem Orri ÍS 180 ex Röstin GK 120. Milli manna gengur hann þó enn, undir nafninu Seniver-báturinn.