15.01.2013 08:00
Kristbjörg VE 71 og Friðrik Sigurðsson ÁR 17
Þessir bátar hafa undanfarna daga verið með netin sín út af Garðskaga og komið síðan að landi er dimma tekur í Keflavík og/eða Njarðvík. Kristbjörgin hefur geymt aflan um borð en fór síðan á sunnudag til Eyja að landa. Varðandi Friðrik Sigurðsson, þá held ég að hann hafi landað í höfnum við Stakksfjörð og aflanum trúlega keyrt austur til Þorlákshafnar.

84. Kristbjörg VE 71 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson
Skrifað af Emil Páli
