15.01.2013 00:00

Hamravík KE 75 / Fröytrans

Þessi stálbátur er frá árinu 1963 og var seldur úr landi 1979 og þá til Noregs þar sem hann var gerður að Brunnbáti og síðast er ég vissi var hann ennþá þar þann 15. ágúst 2012 og birti ég mynd af honum  þann 9. jan. sl. sem tekin var þann dag


                                  82. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll


         82. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll


                              82. Hamravík KE 75 © mynd Emil Páll


                              82. Hamravík KE 75 © mynd Snorri Snorrason


                  82. Hamravík KE 75 © mynd Snorrason


     82. Hamravík KE 75 © mynd af netinu, ljósm.: Jóh. M


             82. Hamravík KE 75 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm.: ókunnur


                                  Fröytrans © mynd norsk skipaliste


                            Fröytrans © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur


Smíðanúmer 69 hjá Flekkefjord Slippp & Maskinfabrikk, Flekkefjord, Noregi 1963  eftir teikningu Sig. Þór

Hamravík var fyrsta skipið sem tekið var upp i nýjan Njarðvíkurslipp 25. sept. 1970.

Selt til Noregs í júní 1979 og breytt þá í brunnbát. Kaupandi var skipasmíðastöð sú sem smíðaði skipið í upphafi, en skipið lá þó í Njarðvikurhöfn fram til ágúst 1980 að það fór til Noregs. Í mars 1980 var lagt fyrir Alþingi frumvarp um að leyfa innflutning á skipinu aftur og átti eigandi þá að verða Njörður hf., Sandgerði, en frumvarpið var ekki afgreitt og dró því Goðinn skipið út í ágúst 1980.
 
Samkvæmt mynd sem ég birti af honum þann 9. jan. sl. var hann ennþá til í Noregi, þann 12. ágúst 2012

Nöfn: Hamaravík KE 75 og Fröytrans