14.01.2013 17:25

Góð aflabrögð hjá Sægrími GK

Oft eru aflabrögð báta sérkennileg, þó þeir leggi netin hlið við hlið, fá sumir góðan afla en aðrir mun lélegri. Einn af þeim sem hefur undanfarna fjóra daga fengið góðan afla eða a.m.k. betra afla en þeir sem leggja við hliðina á honum eru þeir á Sægrími GK 525, sem í dag landaði 19 körum og þar af þorski í 16 körum og í gær landaði hann 22 körum, en sem fyrr segir hefur aflinn síðustu fjóra daga verið með þessu móti.
Af því tilefni smellti ég mynd af áhöfninni í dag þegar þeir voru búnir að landa í Njarðvikurhöfn.


                   Áhöfnin á 2101. Sægrími GK 525  í dag,  f.v. Þorgrímur Ómar Tavsen stýrimaður, Arkadusz Domitrz  matsveinn, Friðrik Steingrímsson vélstjóri, Kristinn Sörensen  skipstjóri og Sævar Sævarsson  háseti © mynd Emil Páll, 14. jan. 2013