12.01.2013 11:55

Royal Greenland skilar besta uppgjöri sínu í sögunni

visir.is:

 
 
 
Royal Greenland skilar besta uppgjöri sínu í sögunni

Grænlenski sjávarútvegsrisinn Royal Greenland hefur skilað besta uppgjöri í sögu félagsins.

Hagnaður félagsins, fyrir skatta, nam 180 milljónum danskra króna eða rúmum fjórum milljörðum króna. Þetta er 50 milljóna danskra króna aukning miðað við árið á undan.

Veltan hjá Royal Greenland jókst um 5% milli ára og nam 5 milljörðum danskra kr. eða um 115 milljörðum króna.