12.01.2013 17:30

Bláfell: 10 bátar á ýmsum stigum

Hjá Bláfelli á Ásbrú er nú unnið að smíði, frágangi eða lagfæringum á tíu bátum, en að auki eru tveir að banka upp á varðandi viðgerðir og breytingar og þar að auki eru nýsmíði sem ekki er birjað á eins og t.d. varðandi bátinn fyrir grænlendinga sem sagt var frá fyrr í dag. Athygli vekur að flestir þeirra sem nú eru í smíðum eða frágangið tilheyra flokki opinna báta.
Hér birti ég myndir af þessum tíu sem eru ýmist innandyra eða utandyra hjá fyrirtækinu.


                     Hér er ný hafin smíði á Sóma 870 fyrir aðila í Barðastrandarsýslu


               Sá til vinstri er Sómi 940 og fer til Ólafsvíkur, en hinn er Sómi 870, sem var búið að afhenda til Hafnarfjarðar, þar sem eigandinn ætlaði sjálfur að innrétta hann og setja niður tæki, en breytti svo þeirri áætlun og nú mun Bláfell annast málið.


                Varla er hægt að telja þennan lengst til vinstri með, þar sem sá er búinn að vera íhlaupavinna í nokkur ár, enda í eigu Bláfells og er af gerðinni Víkingur. Sá í miðið fer til Patreksfjarðar, en skrokkurinn var smíðaður í Mosfellsbæ, en hann verður fullkláraður hjá Bláfelli. Sá lengst til hægri er Sómi 797, sem fer til Ólafsvíkur


                        7742. Fönix ST 5, er á lokastigi og verður senn afhentur


                  Óríon BA 34, fer til Barðastrandar, en allur frágangur er í höndum annarra verktaka, en Bláfells.


                Framan við aðsetur Bláfells standa nú þessir tveir báta, sá til vinstri er einn af þeim fyrstu sem fyrirtækið smíðaði og hefur smíðanúmer 5 og hét þegar hann hljóp af stokkum Fönix ST 5, en heitir nú Sveinbjörg HU 49. Hann er nú kominn til viðgerðar og lagfæringar. Sá til hægri  Sæfari GK 89, verður afhentur til Grindavíkur nú einhverja næstu daga, hann hefur smíðanúmer 21.
                                    © myndir Emil Páll, 12. jan. 2013