12.01.2013 11:11
Síðari hlutinn frá Svafari í morgun
Svafar Gestsson: Nú erum við komnir með Bømmelbas til Fiskebäck í Svíþjóð en þar mun KVK vélsmiðja gera allar þær breytingar á skipinu sem þarf til að hægt verið að dæla úr flottrollinu á bb horninu að aftan. Skipið verður því útbúið bæði til nóta og togveiða. Áætlað er að verkið taki 3-4 vikur og eru væntanlegir hingað á mánudaginn 5 pólskir stálsmiðir sem munu vinna við þessar breytingar ásamt starfsmönnum KVK og setja upp spilbúnað fyrir vökva og fiskislöngur ásmt pokaspili. Að því loknu er okkur ekkert að vanbúnaði að sigla til Dakhla í Morocco og hefja veiðar.
Hér í myndapakka eru m.a. myndir úr stórmerkilegu einkasafni sem Magni gamli Eidisvik hefur komið upp í ellini og safnað saman miklum fjölda Wichmann véla ásamt öðrum tegundum. Þær elstu frá því rétt eftir aldamótin 1900 allar þessar vélar eru í góðu ásigkomulagi og gangfærar og eru ræstar af og til. Einnig er mikið safn af tækjum úr brú ásamt öllu því sem tilheyrir fiskveiðum fyrri tíma. Magni þessi er seljandi Bømmelbas en fyrir eiga þeir Magni og synir Elisabeth og Bømmelfjörd og til stendur að kaupa annað skip í stað Bömmelbas. Svo eru líka myndir frá Bömlo, Leirvík á eynni Stord, Egersund og Fiskibäck í Svíþjóð.
Kveðjur frá Fiskebäck.
Svafar Gestsson.
- Hér kemur síðari hlutinn -

Þessi er nafnlaus, en þetta er gamli Sunbearn fra Franserburgh í Skotlandi, systurskip Aldo ex Ísafold

Þessi brunnbátur var með íslenska fánann málaðann í brúarhurðina

Roaldsen í Egersund

Netagerðin í Egersund

Í Egersund

Í Leirvík

Krabbagildra

Gömul hvalbyssa

Bömmelbas lóðsaður inn til Fiskeback, í Svíþjóð

Bömelbas og Elisabeth

Bömmelbas mun fá nafnið Aldrar, eftir helgi
© myndir og texti: Svafar Gestsson, í janúar 2013
