12.01.2013 13:00

Pálína Ágústsdóttir GK 1 og Pálína Ágústsdóttir GK 1

Eins og fram kom í færslunni hér á undan hefur eldri Pálína Ágústsdóttir GK 1, nú verið skráð sem Reynir GK 666, þó svo að ekki sé búið að setja nýja nafnið á bátinn. Á meðan gerist það oft að þær liggja saman alnöfnunar, þó svo að þær séu ekki skráðar sömu nöfnum lengur. Kem ég hér með myndir af því en áður hef ég raunar birt myndir af þeim nöfnunum saman, en þá var nafnið ekki alveg komið á þann bátinn sem ber nafnið réttilega í dag.


              2500. Pálína Ágústsdóttir GK 1 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Sandgerði í gær




                                  2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, í Sandgerði í gær
                                               © myndir Emil Páll, 11. jan. 2013