11.01.2013 13:00
Þórir SF 77 / Guðbjörg Steinunn GK 37

1236. Þórir SF 77, í Njarðvík þar sem byggja átti yfir hann © mynd Emil Páll, 1986

1236. Guðbjörg Steinunn GK 37, í Akraneshöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009. Þessi hét í upphafi Þórir GK 251, síðar Þórir SF 77, Ólafur Magnússon HU 54, Guðbjörg Steinunn GK 37 og núverandi nafn er Steinunn AK 36
Af Facebook:
Guðni Ölversson Mér hefur alla tíð þótt vænt um þennan bát. Var bæði háseti og stýrimaður, af og til, á honum sumarið 1975. Þá var öðlingurinn, sálugi, Sigurpáll Einarsson, skipstjóri á honum. Held ég hafi ekki lært meira af nokkrum manni en honum. Bæði í sjómennsku og ekki síður í mannlegri framkomu. Blessuð sé minning Sigurpáls.
Skrifað af Emil Páli
