09.01.2013 13:00
Polaris ( siglir í Noregi, en þó undir íslensku flaggi) ex Ólafur Tryggvason SF 60 o.fl. nöfn
Fáir dagar eru síðan ég birti mynd af þessum undir þessu nafni en þá var hann í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum, á leið til Noregs og síðan vissi ég ekkert meira um hann. Þar til nú að ég fann upplýsingar sem sýna að hann hefur verið í vöruflutningum í Noregi síðan þá og allt síðasta ár, þó hann væri alltaf undir íslensku flaggi, sem sést á þessari mynd sem tekin var á árinu 2012

162. Polaris, í Tromsö, Noregi © mynd Lars Henriksen, 18. mars 2012
Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Arnar SH 157 og Fiskaklettur HF 123
Skrifað af Emil Páli
