09.01.2013 00:00

Keflvíkingur KE / Bergur Vigfús GK / Marta Ágústsdóttir GK 31 og 14 / Þórsnes SH

Þetta skip var þið fyrsta í röð 18 systurskipa og er ennþá til í íslenska flotanum og síðasta lagfæringin, þar sem skipt var um formastur o.fl. úr Súlunni EA, sem fór í pottinn til Belgíu. Síðan  hafa að vísu orðið eigendaskipti og sjálfsagt eitthvað gert fyrir það í leiðinni.



                                      967. Keflvíkingur KE 100, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll


                                  967. Keflvíkingur KE 100 © mynd Jón Páll


                         967. Keflvíkingur KE 100 © mynd Snorrason


                       967. Keflvíkingur KE 100 © mynd Þorgrímur Aðalgeirsson


                   967. Bergur Vigfús GK 53 © mynd Snorrason


   967. Bergur Vigfús GK 53 © mynd úr safni Sólplasts


        967. Marta Ágústsdóttir GK 31 © mynd MarineTraffic, Alfons Finnsson, 22. apríl 2005


                        967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


                           967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík © mynd Emil Páll. 2008


                        967. Marta Ágústsdóttir, í Njarðvíkurslipp  © mynd Emil Páll, 2008


                   967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík © mynd Emil Páll, 2008


                 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík © mynd Emil Páll, 5. apríl 2011


    967. Marta Ágústsdóttir GK 14, komin með mastrið o.fl. af Súlunni © mynd Emil Páll, 9. ágúst 2011


             967. Þórsnes SH 109, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 21. ágúst 2012


Smíðanr. 403 hjá Veb. Elbewerdt í Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmar R. Bárðarsonar. Yfirbyggður að hluta við bryggju í Njarðvik 1976 og framkvæmdum lokið í Danmörku 1977-78. Um leið var hann lengdur þar ytra.

Samkvæmt sölusamningi átti Miðnes hf. að afhenta Njáli hf. skipið 15. nóv. 1995 en gerði ekki. Fóru leikar því þannig að kaupandi krafðist með dómi að skipið yrði tekið úr vörslu seljanda og féll sá dómur 9. feb. 1996 og var skipið kyrrsett á Reyðarfirði 12. feb. og eftir það var samið um afhendingu að lokinni loðnuvertíð.

Þetta skip var þið fyrsta í röð 18 systurskipa og er ennþá til í íslenska flotanum og meðal síðustu breytinga var að  skipt var um formastur o.fl. úr Súlunni EA, sem fór í pottinn til Belgíu. Eftir það var skipið selt til Stykkishólms og sjálfsagt hafa einhverjar breytingar eða endurbætur verið gerðar á því við þau tímamót.

Nöfn: Keflvíkingur KE 100, Bergur Vigfús GK 53, Marta Ágústsdóttir GK 31,  Marta Ágústsdóttir GK 14 og núverandir nafn er: Þórsnes SH 109