08.01.2013 17:37

Svafar Gestsson að leggja í hann

                                          © mynd Svafar Gestsson, 8. jan. 2013

Þá er loksins farið að sjá fyrir endann veru okkar hér á Bømlo í Noregi. Pappírsvinnan að klárast og komið að því að við siglum til Gautaborgar á morgun, með stuttum viðkomum í Haugesund og Egersund. Í Gautaborg fara fram breytingar á fiskidælufyrirkomulagi, nýtt netkerfi verður sett um borð, skipinu flaggað út undir fána Belize ásamt ýmsu öðru. Samhvæmt tilboði á þetta að taka 4 vikur. Frá Gautaborg verður síðan siglt til Agadir í Morocco með viðkomu í Skagen þar sem ný veiðafæri verða tekin um borð. Það verður með söknuði sem maður kveður allt það góða fólk sem maður er búinn að kynnast hér á Bømlo undanfarnar vikur. Hingað á maður vonandi eftir að koma aftur og skoða sig betur um, því að af nógu er að taka