Búið er að ganga frá sölu á Hrappi GK 170, frá Grindavík til Stykkishólms og koma hann til nýrrar heimahafnar fyrir jólin. Ber báturinn nú nafnið Friðborg SH 161
 |
|
7515. Hrappur GK 170, nú Friðborg SH 161 © mynd Emil Páll, 17. okt. 2012
 |
|
7515. Friðborg SH 161 ex Hrappur GK 170, siglir inn á höfnina í Stykkishólmi, fyrir jólin © mynd skessuhorn.is
Um nýja bátinn kom þetta fram í Skessuhorn: ,,Nýr smábátur af gerðinni Sómi 960 hefur verið keyptur í Stykkishólm. Það er Valentínus Guðnason sem keypti bátinn sem ber nafnið Friðborg SH og segist Valentínus vera að stækka við sig. „Ég er með annan minni bát sem ég ætla að selja. Nýi báturinn er með 450 hestafla vél og stærri lest,“ segir Valentínus í samtali við Skessuhorn. Undanfarin ár hefur Valentínus fengist við grásleppuveiðar en einnig handfæraveiðar á milli. Á veturna er hann að verka harðfisk úr ýsu sem hann kaupir á markaði. „Með stærri báti getur maður róið lengra og ég er líka að hugsa um ný tækifæri í síld og makrílveiðum. Ég sigldi bátnum í Stykkishólm frá Grindavík nú fyrir jól og hann reyndist mjög vel,“ segir Valentínus"
|
|